Hátíðartónleikar Rótarý

fimmtudagur, 4. apríl 2024 20:00-21:30, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Vefsíða: https://maps.app.goo.gl/R21x8tSNw2omGF9u5

Hátíðartónleikar Rótarý verða haldnir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar fimmtudaginn 4. apríl nk. kl. 20.

Þar verða styrkir Tónlistarsjóðs Rótarý afhentir og styrkhafar þær Harpa Ósk Björnsdóttir sópransöngkona og Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, hljómsveitarstjóri, sópransöngkona og fiðluleikari koma fram.

Auk þeirra mun Matthías Stefánsson fiðluleikari koma fram.

Píanóleikari verður Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Miðasala er hér á síðunni. Miðaverð er 4.000 kr. Ath.: Aðeins eru 90 miðar til sölu.

Skrá skal kaupanda og fjölda miða (hámark 4) og greiða með millifærslu.
Innskráðir rótarýfélagar skrá sig fyrir miða á einfaldan hátt.


Skráning

Skráningarfrestur er liðinn